Um Okkur
Arctic Algae býður upp á úrval hágæða sjávarþörungaafurða, unnar á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt úr hreinum íslenskum sjó. Við trúum á kraft náttúrunnar og leggjum okkur fram við að nýta auðlindir hafsins á ábyrgan hátt.
Við erum í nánu samstarfi við tvö leiðandi íslensk fyrirtæki í sjávarþörungaframleiðslu Lava Seaweed og Isea, sem tryggja að við fáum eingöngu besta hráefnið og beitum nýjustu tækni við framleiðsluna.

Lava Seaweed sérhæfir sig í ræktun á rauðþörungum, nánar tiltekið söl (Palmaria palmata) og fjörugrösum (Chondrus crispus). Þeir beita nýstárlegri og umhverfisvænni ræktunaraðferð, þar sem affall úr laxeldi er nýtt sem næringarefni fyrir þörungana. Þetta lokaða hringrásarkerfi tryggir ekki aðeins hraðan og sjálfbæran vöxt þörunganna, heldur minnkar einnig umhverfisfótspor.

Rauðþörungarnir eru ræktaðir í hreinu hraunsíuðu sjó og með notkun grænnar raforku, sem tryggir stöðugt og hágæða hráefni. Þetta ferli skilar afurð með þekktum aldri, jöfnu næringargildi og mjúkri áferð.

ISEA - Icelandic Seaweed sérhæfir sig í sjálfbærri öflun og vinnslu á íslenskum brúnþörungum, nánar tiltekið klóþangi (Ascophyllum nodosum) og bóluþangi (Fucus vesiculosus) úr Breiðafirði. ISEA leggur áherslu á vistvæna öflun sem tryggir að þörungastofnar fái að endurnýja sig á náttúrulegan hátt. Þeir hafa þróað sérstakan þangskurðarbát, Sigri 9057, sem uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi og sjálfbærni.

Framleiðslurými Isea í Stykkishólmi er með lífræna vottun samkvæmt Evrópustaðli (sk. Græna Laufblaðið). Þar er einnig sérhannaður þurrkari getur þurrkað þörunga með hitastýrðu undirþrýstingskerfi („cold-vaccume drying“) þar sem kjarnahiti fer aldrei yfir 40°C, slík aðferð tryggir að hráefnið viðhaldi öllum verðmætum næringarefnum.