Algengar Spurningar

Vörurnar okkar

Af hverju ætti ég að bæta þörungum við mataræði mitt?

Það eru margar góðar ástæður til að bæta þörungum við mataræðið. Þörungar eru náttúruleg uppspretta fjölmargra mikilvægra næringarefna, þar á meðal:

  • Joð: Þörungar eru einstaklega ríkir af joði, steinefni sem er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi skjaldkirtils. Skjaldkirtillinn stjórnar efnaskiptum líkamans og hefur áhrif á orkustig, vöxt og þroska.
  • Önnur næringarefni: Þörungar innihalda alls kyns önnur mikilvæg næringarefni eins og vítamín (t.d. B-vítamín), steinefni (t.d. járn, kalk, magnesíum), andoxunarefni og omega-3 fitusýrur.
  • Trefjar: Margar tegundir þörunga eru trefjaríkar, sem getur stuðlað að góðri meltingu.

Joðskortur á Íslandi

Joð er lífsnauðsynlegt steinefni sem gegnir lykilhlutverki í starfsemi skjaldkirtils. Skjaldkirtillinn framleiðir hormón sem stjórna efnaskiptum líkamans, hafa áhrif á orkustig, vöxt, þroska og fleira. Joðskortur getur leitt til ýmissa heilsufarsvandamála, þar á meðal stækkunar á skjaldkirtli (goiter), vanvirkni skjaldkirtils, þreytu, þyngdaraukningar og þroskatruflana hjá börnum.

Joðskortur landsmanna er vaxandi áhyggjuefni á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna frá Embætti landlæknis og Háskóla Íslands hefur meðaljoðneysla Íslendinga lækkað verulega á síðasta áratug. Rannsóknir frá 2010–2011 sýndu að meðaljoðneysla var 167 míkrógrömm á dag, en í nýlegum rannsóknum frá 2019–2021 mældist hún 134 míkrógrömm á dag (Könnun á mataræði Íslendinga 2019–2021). Þessa lækkun má að stórum hluta rekja til minnkandi mjólkur- og fiskneyslu Íslendinga, sérstaklega hjá yngsta aldurshópi kvenna. Aðeins um fjórðungur þátttakenda nær ráðlögðum dagskammti af joði, sem er um 150 míkrógrömm. Athygli vekur að um 80% kvenna og 60% karla eru undir þessum ráðlagða dagskammti, og 24% kvenna í yngsta aldurshópi eru undir lágmarksþörf á joði, sem er um 70 míkrógrömm. Þessar niðurstöður benda til þess að margir Íslendingar gætu haft gagn af því að auka joðneyslu sína. Vörur okkar geta því verið góð leið til að bæta við joði á náttúrulegan hátt.

Af hverju er mikilvægt að fylgja ráðlögðum dagskömmtum?

Vörur okkar eru unnar úr náttúrulegum þörungum. Þó að þörungar séu almennt hollir og næringarríkir, er mikilvægt að neyta þeirra í réttu magni.

Þörungar eru náttúrulega mjög joðríkir. Joð er nauðsynlegt steinefni, sérstaklega fyrir skjaldkirtilinn, en ofneysla joðs getur verið skaðleg.

  • Fullorðnir: Ættu ekki að neyta meira en 600 míkrógrömm (µg) joðs á dag, sem eru efri viðmiðunarmörk fyrir fullorðna samkvæmt Embætti landlæknis, nema læknir ráðleggi annað.
  • Börn: Joðþörf barna er lægri en fullorðinna og efri mörk öruggrar neyslu því einnig lægri.

Hægt er að sjá ráðleggingar embættis landlæknis varðandi inntöku joðs hér.

Hvaðan koma þörungarnir?

Þörungarnir okkar koma frá tveimur leiðandi íslenskum fyrirtækjum í sjávarþörungaframleiðslu: Lava Seaweed og ISEA – Icelandic Seaweed.

  • Lava Seaweed: Sérhæfir sig í ræktun á rauðþörungum, nánar tiltekið söl (Palmaria palmata) og fjörugrösum (Chondrus crispus). Rætkun þeirra er staðsett við landeldi First Water í Þorlákshöfn.
  • ISEA – Icelandic Seaweed: Sérhæfir sig í sjálfbærri öflun og vinnslu á villtum brúnþörungum, nánar tiltekið klóþangi (Ascophyllum nodosum) og bóluþangi (Fucus vesiculosus) úr Breiðafirði. Framleiðsluaðstaða þeirra er staðsett í Stykkishólmi.

Hvernig er best að geyma vörurnar?

Geymdu vörurnar okkar á þurrum, köldum stað, fjarri beinu sólarljósi. Gakktu úr skugga um að umbúðirnar séu vel lokaðar eftir hverja notkun.

Afhending pantana

Hvernig afhendið þið vörurnar?

Við sendum allar pantanir með Dropp. Þú getur valið um heimsendingu (á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturhorninu) eða að sækja á Dropp afhendingarstað (á höfuðborgarsvæðinu, Suðvesturhorninu og landsbyggðinni).

Hvað tekur langan tíma að fá vörurnar afhentar?

Við gefum okkur allt að 24 klukkustundir (einn virkan dag) til að undirbúa pöntunina þína. Eftir það er hún afhent til Dropp næsta virka dag. Þegar Dropp hefur tekið við sendingunni færðu SMS með sendingarnúmeri, sem þú getur notað til að fylgjast með sendingunni á www.dropp.is.

Afhendingartími Dropp fer eftir afhendingarmáta og staðsetningu:

Höfuðborgarsvæðið (Heimsending): Sendingar eru heimsendar samdægurs á milli kl. 18:00 og 22:00.

Höfuðborgarsvæðið (Dropp afhendingarstaðir): Sendingar eru tilbúnar til afhendingar á Droppstöðum sama dag kl. 17:00.

Suðvesturhornið (Heimsending): Sendingar eru heimsendar samdægurs á milli kl. 18:00 og 22:00.

Suðvesturhornið (Dropp afhendingarstaðir): Sendingar eru tilbúnar til afhendingar samdægurs fyrir kl. 19:00.

Landsbyggðin (Dropp afhendingarstaðir): Sendingar eru yfirleitt tilbúnar til afhendingar á Dropp afhendingarstað næsta virka dag. Athugið að heimsending er ekki í boði á landsbyggðinni, aðeins afhending á Dropp stöðum.

Hægt er að sjá frekari upplýsingar á heimasíðu Dropp (https://www.dropp.is/#faq)

Er hægt að sækja pantanir til ykkar?

Það er ekki möguleiki í gegnum pöntunarferlið á vefsíðunni okkar að sækja pantanir í verslun. Hins vegar, ef þú óska eftir því að sækja pöntunina þína, getur þú haft samband við okkur á info@arcticalgae.is áður en þú leggur inn pöntun. Við munum þá skoða hvort hægt sé að verða við þeirri beiðni.

Endurgreiðslur

Hvernig skila ég vöru?

Hægt er að koma vörunni til okkar eða nota Dropp til að skila (https://dropp.is/voruskil). Kaupandi ber kostnað við að senda vöruna til baka (t.d. sendingarkostnað). Þú hefur 30 daga skilarétt á ónotuðum vörum í upprunalegum umbúðum. Kvittun þarf að fylgja með.

Ef þú hyggst skila vöru máttu endilega hafa samband við okkur á info@arcticalgae.is.

Hvað ef að vara er gölluð eða skemmd?

Vinsamlegast hafðu samband við okkur á info@arcticalgae.is með pöntunarnúmeri og lýsingu á vandanum (og mynd ef mögulegt er). Við munum leysa málið eins fljótt og auðið er, og bjóða upp á skipti eða endurgreiðslu, eftir því sem við á.

Er hægt að hætta við pöntun?

Almennt er ekki hægt að hætta við pöntun eftir að hún hefur verið staðfest. Hins vegar, ef þú hefur samband við okkur áður en pöntunin hefur afhend flutningsaðila, getum við hætt við pöntunina og endurgreitt þér. Ef varan hefur hinsvegar verið afhend flutningasaðila, gildir skilaréttur okkar.